Hvað er dáleiðsla?

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla er aðferð í sálfræði sem leitast við að hjálpa þér til að öðlast nýja sýn á möguleika og finna leiðir út úr vanda. Þú getur þannig nálgast styrkleika þína á auðveldari hátt sem hluta af þinni meðferð.

Þú ert þá í slökunarástandi sem eflir einbeitingu, innlifun, sköpunarhæfileika og styrk. Aðferðin getur leitt til breytinga á skynjun þinni,  upplifun, hugsunum eða hegðun.

Dáleiðsla gefur þér tækifæri til að sleppa tökum á innri þjáningu og heila líffræðilega ferla innra með þér.

Þú getur ekki heilað allt bara með því að tala um það, þó það sé líka mikilvægt. Þegar þjáning þín er djúp getur nauðsynlegt að leita inn á við til að sleppa tökum og koma á jafnvægi og vellíðan í þínu innra lífi.

Öll þín hamingja veltur á því hvernig þú hefur það innra með þér.

Dáleiðsla sem hluti af sálfræðimeðferð þinni getur leitt til gjörbreytinga á heilsu þinni og líðan.

Dáleiðsla til lækninga er aðferð sem þarf að byggjast á annarri viðurkenndri meðferð svo sem innan sálfræði. Dáleiðsla er ekki meðferð ein og sér vegna þess að aðferðin sjálf er ekki grundvöllur meðferðar.