Gefðu aldrei frá þér þitt innra afl og vald!

Gefðu aldrei frá þér þitt innra afl og vald!

Kæra sál!

Gefðu aldrei frá þér þitt innra afl og vald!

Af hverju?

Af því að þú gætir auðveldlega lent í því að einhver vill notfæra sér það.

Þú gætir verið þessi yndislega manneskja sem er góðhjörtuð(aður), hefur mikið til að bera, ert ábyrgðarfull(ur), næm(ur) fyrir tilfinningum annarra, vilt hjálpa og átt erfitt með að segja nei.

Kannski er þér mikið í mun að gera öðrum til hæfis og finnst rangt að koma ekki til móts við fólk. Þú gætir tekið nærri þér ef öðrum fyndist þér standa á sama um þá, að þú krefðist of mikils fyrir þig, eða svo ekki sé talað um að þú lifðir lífinu í samræmi við eigin þarfir og sannleika. Þannig gætir þú lent í erfiðleikum með að setja öðrum mörk. Þér er sérstaklega hætt við þessu ef þú hefur upplifað mikla gagnrýni, verið hafnað eða talið trú um að þú værir ekki góð manneskja og ekki verð ástar.

Það gæti líka hafa komið fyrir þig að þú hafir neyðst til að taka mikla ábyrgð snemma á lífsleiðinni. Þetta hlutverk gæti hafa fylgt þér á lífsbrautinni og það sem einu sinni var nauðsynlegt orðið þér að fótakefli síðar meir.

Ef þú ert þessi manneskja sem gefur mikið gætu aðrir séð sér hag í að nýta sér það sjálfum sér til hagsbóta.

Þá þarft þú svo sannarlega á því að halda að njóta ástar og virðingar. En hefur þú elskað sjálfa(n) þig, samþykkt sjálfa(n) þig, virt sjálfa(n) þig, þinn innri sannleika og þarfir?

Ef ekki er lífsnauðsynlegt fyrir þig að bregðast við þörfum sálar þinnar. Það sem er í hættu er líkamleg og andleg heilsa þín. Þín dýrmæta heilsa og þinn dýrmæti líkami. Þar berð þú ábyrgð og engin annar. Þar liggja tækifæri þín til þess að ná að njóta þess sem lífið hefur að gefa okkur mannlegum verum hér á þessari plánetu.

Við hjá Sálarró.is leggjum allt okkar í að þú náir að byggja upp þína heilsu á þínum forsendum.