Viltu vaxa eftir áföll?

Viltu vaxa eftir áföll?

Hagnýt sál-líkamleg meðferð Í litlum sjálfsþroskahópi

Panta

Slepptu tökum á áfallinu og byrjaðu þína heilun

Með fræðslu, æfingum og hugleiðslu nálgumst við þá erfiðu reynslu sem felst í áföllum. Meðferðin er hönnuð til að hjálpa þér að skilja hvað gerist við áföll og kenna þér aðferðir til að takast á við þau. Þú getur byrjað að blómstra og nýta hæfileika þína til fulls. Athygli er beint að úrvinnslu áfallareynslunnar en ekki er ætlast til þess að þú rifjir upp erfiða atburði eða reynslu.

Lengd: 30 klst prógramm, 1 sinni í viku, 3 klst í senn. Takmarkaður fjöldi þátttakenda

Leiðbeinandi: Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði

Tími: Tími og dagsetning auglýst síðar.

Staður: Skeifunni 19, 108 Reykjavík

Líðan

Ef þér líður á þessa leið eru líkur á að þú sért að glíma við áfallastreitu:

  • Þú þjáist af endurteknum, truflandi minningum, hugsunum eða ímyndum af þjáningafullri reynslu úr fortíðinni og kemst í uppnám þegar eitthvað minnir á hana
  • Þú forðast athafnir eða aðstæður vegna þess að þær minna á erfiða reynslu
  • Þér finnst þú fjarlæg/ur eða afskorin frá öðru fólki
  • Þú færð pirrings og reiðiköst sem síðan valda aukinni vanlíðan
  • Þú átt í erfiðleikum með að einbeita þér og/eða sofa
  • Þú upplifir ýmis líkamleg einkenni

Ávinningur

Hjálp til að

  • Tengjast styrk þínum til að takast á við lífið í öllum sínum fjölbreytileika
  • Vekja með þér ró og öryggis innst inni þannig að þú getir auðveldar notið hæfileika þinna
  • Örva með þér vaxandi traust og heilbrigði
  • Bæta líkamlega heilsu þína og lífsgæði

  Leiðbeinandi: Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir sérfræðingur í klínískri fjölskyldusálfræði