Hvernig vinnum við bug á ótta, skömm og kvíða?

Hvernig vinnum við bug á ótta, skömm og kvíða?

Margir skilja ekki hversu alvarlegar afleiðingar áfallstreitu eru á líf og heilsu. Þér getur virst næstum ómögulegt að horfast í augu við verkefni sem áður voru eðlileg og að halda áfram lífi þínu. Hvernig getur þú tekist á við þessa líðan? Sleppt takinu og haldið áfram?
Hvers konar sátt? Sáttin felst í viðurkenningu og skilningi á því að allt gerist vegna þess að því er ætlað að gerast og það er hægt að læra, læknast og þroskast gegn um erfiða reynslu. Með því getur þú tekið völdin í eigin hendur, losað þig úr áfallinu og lifað mun ríkara og heilbrigðara lífi en nokkru sinni áður. Þessi reynsla, eins hræðileg og hún hefur verið, hjálpar þér að læknast, vakna til vitundar og lífs sem getur heilað hjarta þitt og sál. Sum okkar þurfa nánast að deyja til þess að sætta okkur við þetta. Stundum trúum við því að við séum fórnarlömb, aðrir geti verið skrýmsli og að það sé ekkert hægt að læra af þessari reynslu. Þá erum við í sárri þörf fyrir raunverulega lækningu og við þurfum að vinna þá innri vinnu sem hún krefst.
Innri vinna er nauðsynleg ef þú vilt breyta lífi þínu. Þú getur ekki breytt öðrum eða því sem hefur gerst en þú getur breytt þér og sleppt takinu á áfallinu, óttanum, sársaukanum og hjartasorginni. Þú getur losað þig úr álögum og öðlast frelsi. Það getur verið þér erfitt að viðurkenna og skilja að eina leiðin út úr áfalli er að losa það úr þinni innri tilveru eða þínu líffræðilega kerfi. Afleiðingar áfalla sitja í taugakerfi og heila, það þarf að lækna. Það getur engin nema þú, með viðeigandi hjálp. Það getur verið erfitt að horfast í augu við að það skiptir meira máli hvað gerðist innra með þér í áfallasögunni heldur en hvað kom fyrir. Því þarf að hreinsa áföllin, óttann, sársaukann og hjartasárið út úr líkamanum og þá skiptir það sem kom fyrir engu máli lengur. Aðrir sem hafa hugsanlega haft vald yfir þér eða sem hafa ollið þér harmi og sársauka hafa engin áhrif á þig lengur. Álögin bresta og þú öðlast frelsi. Þessi innri vinna er miklu öflugri heldur en eingöngu að öðlast nýja þekkingu. Hún getur leitt til breytinga djúpt í þinni innri tilveru og vitund. Það er næstum ómögulegt að hugsa sig út úr skelfingunni og sársaukanum sem fylgir alvarlegri áfallareynslu. Þess vegna þarf vinnslu sem losar erfiðleikana út úr innri tilveru þinni þannig að þú verðir frjáls.
Fyrsta skrefið er að… Sætta sig við þessa reynslu Mörgum reynist þetta erfitt en það er nauðsynlegt til að geta haldið áfram. Tilfinningar eins og sjokk, afneitun, sársauki, sektarkennd, reiði, þunglyndi, truflandi minningar og hugsanir geta liðið hjá og þú getur náð heilsu á ný, líkamlega og andlega. Það er ekki nauðsynlegt að þola endalausa angist. Meðferðarprógrammið „Vöxtur eftir áföll“ gefur þér tækifæri til að losna undan kvalræði og læra að meta reynslu þína. Sársauki er óhjákvæmilegur í lífinu en viðvarandi þjáning er ekki nauðsynleg. Þú hefur hæfileika til þess að vinna þig frá þessum erfiðleikum og komast á nýjan stað. Höfuðmáli skiptir að sætta sig við reynsluna og skilja að hún er einhvers virði.
Minningar um áfallreynslu geta alltaf skotið upp kollinum – þá skiptir máli hvernig þú tekst á við þær Við erum alin upp þannig að við reynum að forðast sársaukafullar tilfinningar í stað þess að takast á við þær. Ef þú kemst í uppnám vegna minninga þinna er það merki um að innra með þér leynist ennþá sár. Fegurðin felst í því að þín sár fjallar um þig og afl þitt innra með þér til að læknast. Erfiðar minningar eru tækifæri til þess að læknast. Vegna þess að þú ert ekki fórnarlamb einhvers sem stendur utan við þig heldur getur þú komist í tengsl við þitt innra afl og fundið eigin kraft til að læknast og líða vel. Þú hefur val um tvennt. Að sjá þig sem fórnarlamb heimsins og reyna að breyta heiminum eða þú getur styrkt þig og læknast. Þú getur reynt að drekkja sársaukanum í vinnu, netfíkn, „skemmtun“, drykkju, fíkniefnum og lyfjum og reyna að fá aðra sem særa þig til þess að losa þig undan sársaukanum. Eða þú getur snúið þér inn á við og einbeitt þér að eigin lækningu. Það þýðir ekki að þú þurfir að verða tilfinngalaus. Þú getur áfram verið tilfinningarík manneskja og á sama tíma fagnað tækifærum til þess að þroskast gegn um sársaukann sem felst í lífinu. Þú hefur ekkert annað val ef þú vilt lifa ríkara lífi og sleppa við endurupplifanir sama sársauka. Þú getur snúið þér inn á við og látið þér þykja vænt um þig. Þú getur losað þig undan sársaukafullum fölskum hugmyndum um þig og öðlast frið, visku, frelsi og lausn. Þetta þýðir að skelfing, hjálparleysi og vonleysi þarf undan að láta fyrir traustum skilningi á því hvernig þú þarft að bregðast við. Þú þarft ekki að endurtaka sársaukafull ferli heldur getur þú dvalið í kærleika.