Innri sannleikur

Innri sannleikur

Elsku þú!

Innri kraftur og reynsla tilveru þinnar er ekki háður öðrum eða einhverju sem stendur utan við þig. Það ert þú sem hefur vald yfir hver þú ert. Hverjar eru takmarkanir þínar og hver er sannleikur þinn? Hvað skiptir máli fyrir þig? Hvað segir þín innri þörf þér að gera eða upplifa? Það er aðeins þitt að þroskast í samræmi við þitt innra sjálf og sanna líf. Sál þín og tilfinningar hafa aldrei rangt fyrir sér. Hlustaðu á líkama þinn, hann er sýnir þér alltaf hollustu og reynir allt sem hann getur til að vernda þig, hjálpaðu honum. Ef þú upplifir sársauka, hindranir og örvæntingu eru það skilaboð um að þú sért ekki á réttri leið. Þegar þú lifir þinn eigin sannleika, lifir þú sannleika lífsins og heiðrar hæsta stig tilveru þinnar. Þú hættir að treysta á að aðrir færi þér hamingjuna því það er botnlaus pyttur hvort eð er. Það gefur öðrum færi á að sýna þér tillitsleysi, vanvirðingu og að notfæra sér þig.

Þessi boðskapur getur verið ögrandi. En með því að reyna að gera aðra hamingjusama í von um hið sama erum við tínd úti á túni.

En við viljum ekki vera fórnarlömb sem segja „við erum óhamingjusöm vegna þess að hinir eru svo vondir“. Valdefling okkar er hins vegar fólgin í því að viðurkenna að aðrir koma fram við okkur eins og við komum fram við okkur sjálf.  Þess vegna segjum við ekki já þegar við þurfum að segja nei, því þá erum við ekki sönn sjálfum okkur. Þá nálgumst við aðra frá tómi okkar og innri skorti.

Mörg okkar hugsa að ef ég sinni mér og þörfum mínum fyrst, áður en ég sný mér að öðrum, er ég „sjálfselsk(ur)“ og að þá þykir fólki ekki vænt um mig. Ef við náum að losa okkur undan þessari sekt, ábyrgð og skyldu er það á allan hátt frelsandi. Þá flæðir kærleikur okkar, virðing og stuðningur í eigin garð til okkar  og einnig frá öðrum.

Hjá Sálarró.is er það köllun okkar að hjálpa þér á leið til heilbrigðis. Gott er að muna að „þúsund mílna ferð hefst á blettinum undir fótum manns.“