Leiðarljós samtalsins

Leiðarljós samtalsins

Endalaustir möguleikar

Gott samtal vegna samskiptavanda er á vissan hátt ólíkt öðrum góðum samtölum.  Heppnist það vel finnst þeim sem taka þátt að eitthvað hafi breyst og að þeir hafi náð árangri. Líkja má samtalinu við fíngerðan dans þar sem hver og einn fylgir eftir tjáningu hins. Það skapar tilfinningu lífs og krafts. Þegar vel tekst til geta áhrifin opnað endalausa möguleika og breytt lífi fólks.

Þroski

Hin góða leið einkennist af gagnkvæmri virðingu fyrir manneskjunni sem slíkri, andstætt því að hlutgera hana. Í samtalinu þarf að meta manneskjuna sem huglæga veru. Þetta felur í sér viðurkenningu á að hún hefur aðskilinn innri heim, eigin vilja og eigin sjónarmið sem eru jafnrétthá í samtalinu. Þannig er hægt að varðveita bæði það sem er líkt og ólíkt. Aðilar geta þá upplifað hvern annan sem ólíkan og aðskilinn en á sama tíma tengdan og líkan. Gagnkvæm viðurkenning verður þannig forsenda skapandi og opnandi tækifæra til að vera saman. Þá skapast forsenda þroskandi breytinga.

Virðing

Þrátt fyrir að allir leggi sitt að mörkum í samtalinu hefur sá sem leiðir það ekki sömu stöðu og aðrir. Sá sem leiðir samtalið mætir hinum á þeirra forsendum út frá þjáningu þeirra og striti eftir ríkara og betra lífi og virðir framlag hvers og eins, jafnvel þó það hafi leitt til erfiðleika.

Traust

Allir sem taka þátt, skapa saman rými sín á milli þar sem þeir geta hugsað, fundið til og talað saman um það sem hefur komið fyrir. Sá sem leiðir samtalið ber ábyrgð á að leggja grunn að því trausti sem þarf að ríkja í þessu rými til að þetta sérstaka samtal geti orðið til.

Vegvísar

Það sem einkennir samspil þar sem sérstakt mannlegt samband getur orðið til.

Vinnumódelið um „hið opna samtal“ (Open Dialog) þar sem litið er svo á að erfiðleikar fólks séu aðferð þess til að takast á við lífið, ekki vandamál þeirra. Áskorunin er hins vegar hvernig við mætum þessari reynslu. Leiðbeinandinn ber ábyrgð á að finna þeim röddum sem fram koma farveg til þroska.

Hugmyndin um „verðleikasamtölu“ (Appreciative Inquery) það er breytingarferli sem ætlað er að draga fram hið jákvæða og sérstaka sem einkennir ákveðin hóp eða félagslegt net með það að markmiði að auka vellíðan, sjálfstraust, samkennd og ábyrgð.