Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Elsku þú!

Stundum getur erfið reynsla tekið sér bólfestu í líkamanum. Mannleg reynsla hefur verið full af áföllum frá upphafi tilveru okkar og einkennst af óöryggi, voðaverkum, ótta, missi og sársauka. En tilfinnigalegur hæfileiki okkar býr líka yfir friði, ró, öryggi, valdeflingu og ákveðni.

Ástandi þitt í dag hefur ekkert að gera með hvað þú ert að “gera” eða “hugsa” eða hvað þú “átt” heldur allt að gera með það sem býr innra með þér. Með því að sleppa tökum á innri þjáningu skapast rými fyrir ljós innra með þér og þú getur komist undan lífi sem einkennist af baráttu við innri kvöl. Þú getur opnað endalausa möguleika sem búa með þér.

Þú getur hreinsað garðinn þinn af eitri og arfa, þannig að blómin opinberi sína fegurstu liti. Á sama hátt getur þú hreinsað þinn “innri mann” eða þann kjarna lífs og ljóss sem býr innra með þér og náð heilbrigði og gleði í lífnu.

Þú getur náð heilbrigði með því að sleppa takinu.