Eflum samskipti og líkamlega og andlega heilsu

Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir

Fréttablaðið, dags. 20 jan. 2022, bls. 61

Viðfangsefni sálfræðiþjónustunnar Sálarró.is eru áfallastreita, sorg, kvíði, þunglyndi, erfið tengsl og samskipti. Í næsta mánuði býður stofan upp á tvö afar áhugaverð tilboð.

Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir er sérfræðingur í klínískri fjölskyldusálfræði og stofnandi sálfræðiþjónustunnar Sálarró.is. Viðfangsefni Sálarró.is eru áfallastreita, sorg, kvíði, þunglyndi, erfið tengsl og samskipti að sögn Þuríðar Ólafíu. „Fyrirtækið býður upp á námskeið, hópmeðferðir og viðtöl sem veita tækifæri til að efla líkamlega og andlega heilsu og samskipti. Til þess að vinna að ásetningi okkar erum við nú í vor með tvenns konar tilboð sem nafnast Viltu vaxa eftir áföll? og Töframáttur samtalsins.“

Viltu vaxa eftir áföll?

Annars vegar býður Sálarró upp á hagnýta sál-líkamlega meðferð, sem ber heitið Viltu vaxa eftir áföll?, í litlum sjálfsþroskahópi til þess að vinna með eigin áfallareynslu. „Í meðferðinn er farið í gegn um ýmiskonar fræðslu, svo sem um hvað gerist í líkama okkar þegar við lendum í áföllum og hvaða aðferðir eru góðar til þess að lækna sjálfan sig. Tilgangurinn er að hjálpa til þannig að þú getir byrjað að blómstra og nýta hæfileika þín til fulls. Við kennum æfingar sem þú getur þjálfað þig með heima. Einnig nýtum við hugleiðslu sem er sérstaklega ætluð til þess að vinna á móti þjáningu áfallareynslunnar í líkama og huga. Tilboðið er þróað út frá nýjustu þekkingu á sviðinu.“ Nánar er hægt að kynna sér meðferðina á slóðinni salarro.is/hopmedferd.

Töframáttur samtalsins

Hins vegar býður Sálarró upp á námskeið sem er kallað Töframáttur samtalsins. „Námskeiðið er ætlað þeim sem bera ábyrgð í samskiptum, svo sem stjórnendum, kennurum eða námsráðgjöfum. Farið verður í gegn um hvernig leiða má krefjandi samtal þannig að það bjóði upp á að auka ábyrgð, samkennd, sjálfstraust og vellíðan einstaklinga eða í hópi. Þannig getur sköpun að nýjum „veruleika“ orðið til. Við uppbyggingu námskeiðsins eru nýttar aðferðir úr sálfræði til vaxtar og þorska.
Hægt að kynna sér námskeiðið hér.

Sálarró mun halda áfram á þessu ári að þróa tilboð til þess að hjálpa fólki að finna jákvæðar og þroskandi leiðir til þess að lifa sem ríkustu og ánægjulegustu lífi á okkar fögru plánetu.

Eflum samskipti og líkamlega og andlega heilsu
Smelltu á myndina til að stækka
Scroll to Top