Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna

Persónuvernd er mikilvæg í allri starfsemi okkar sem sálfræðinga. í því felst að við virðum mannhelgi allra sem til okkar leita. Við leggjum ríka áhersla á að þagnarskylda og friðhelgi einkalífs sé virt við meðferð persónuupplýsinga og að upplýsingar séu varðveittar með öruggum hætti.
Öll vinnsla okkar á persónuupplýsinum miðast við grundvöll laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og þær siðareglur sem norrænir sálfræðingar hafa sett sér: https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/sidareglur/item13356/