Upplifir þú þjáningu í lífi þínu?

Upplifir þú þjáningu í lífi þínu?

Saman getum við skoðað það sem þú ert að glíma við út frá því sem er að gerast hér og nú, í því samhengi sem það gerist. Þannig getum við leitað möguleika til breytinga í öruggu rými meðferðarinnar.

Þú ert alltaf svo miklu meira en það sem þú heldur að þú sért. Þess vegna hefur þú endalausa möguleika á þessari jörð.

Við leitumst alltaf eftir að skoða líf þitt út frá þínum styrk og hæfni og að þú ert yndisleg sál. Áskoranir og vandi í lífinu er aldrei þér að kenna en það er dásamlegt ef þú getur fundið lausnina.

Þá er líka mikilvægt að muna að þú hefur líkama sem ber minningar og merkingu. Erfið reynsla getur sest í líkama og huga og valdið sársauka. Við leitumst við að skapa þér tækifæri til þess að sleppa smátt og smátt taki á erfiðri reynslu sem situr í líkamanum.