Eina leiðin til að læknast er að sleppa takinu
Lykillinn að lækningu við áföllum og streitu er bæði ákaflega einfaldur og gríðarlega flókinn. Það er aðeins ein leið til að öðlast frelsi og það er að sleppa takinu. Þú gætir hugsað, AUÐVELDARA SAGT EN GERT!
Baráttan felst í því að skilja við það sem ekki þjónar þér en taka með þér það sem er mikils virði. Þetta getur verið það erfiðasta sem þú hefur tekist á við. Það krefst hugrekkis og ákveðni að takast á við lífð eins og þú hefur þörf fyrir.
Sleppa takinu á hverju?
Á áfallareynslunni sem lifir innra með þér.
Við hjá Sálarró.is kynnum ferðalag frá sársauka og áfalli sem hefur þróast innra með þér á braut lífsins. Okkar aðferð til þess að leiða lækningu frá áfallareynslu einkennist af ástúð, stuðningi og valdeflingu.
Það sem er mikilvægast er að þú þarft ekki að «hugsa» þig í gegn um þessa erfiðu reynslu. Allt sem þú þarft að gera er að mæta og taka þátt í vinnunni.
Aðrir hafa ef til vill sagt við þig „Farðu bara frá honum/henni“, „Hættu að hugsa um það sem gerðist“, „Ef þér líður svona illa í vinnunni, segðu þá bara upp“. En af hverju er það svo erfitt? Er það vegna þess að það er „rökrétt eða skynsamlegt“ að gera það ekki?
Greinilega ekki. Það gæti hjálpað að segja „Ég sendi mér kærleika og fyrirgefningu fyrir að geta ekki sleppt tökum á því sem er erfitt og þjónar mér ekki. Það er ekki vegna þess að ég geti það ekki eða sé á einhvern hátt gölluð/gallaður. Það er vegna þess að ég hef ekki enn leitað inn á við og aftengt mig því sem er erfitt, leyft því að svífa frá mér, frá mínum innsta kjarna. Þegar ég geri það mun ég finna frelsi.“
Þú getur alveg endurtekið þetta. Hvernig líður þér á eftir? Það getur verið eflandi þegar þú talar þannig til þinnar innri visku, vegna þess að þú getur fundið opnun innra með þér og hvernig lífskraftur streymir um þig.