Það getur verið að þú hafir ekki hugmynd um það hveru mikla blessun lífsins straumar geta borið í kjölfar mikilla erfiðleika.
Þú getur neyðst til að endurskoða líf þitt.
Þú getur þurft að þjálfa þig í að lifa hér og nú og aftengja þig því að ná ákveðinni niðurstöðu eða árangri.
Þú getur þurft að setja í forgang að lifa í jafnvægi, gera eitt í einu, sinna vel um líkama þinn og treysta innsæi þínu.
Þú getur lært að líta á alla hluti sem jafn mikilvæga og að líta svo á að allt passi saman og að þér sé óhætt að gefa frá þér stjórnina. Þú getur sleppt tökum á því sem hefði getað orðið. Allt er eins og það á að vera.
Þú getur náð sátt við þögnina og þjálfað þig í að segja það sem þú vilt segja frá hjartanu.
Þú getur skipulagt daginn eins og andinn blæs þér í brjóst hvert sinn.
Við hjá Sálarró.is keppum að því með þér að ná að lifa í jafnvægi.