Hugsun þín hefur gríðarlega áhrif á það hvernig þér líður og hvernig heilsa þín er. Þess vegna þarft þú að þjálfa þig í að hugsa fallegar hugsanir. Hægara sagt en gert. En þú getur þjálfað hugsun þína þannig að þú náir smátt og smátt að láta þér líða vel. Ef þú hefur stundað hugleiðslu hefur þú ef til vill fundið hversu vel þér líður á eftir. Það er vegna þess að hugleiðsla hefur bein áhrif á heilann þinn. Því þú getur þjálfað heilann þinn alveg eins og þú getur þjálfað vöðvana þína.
Í hugleiðslu beinir þú huganum frá hversdagslífi þínu og að einhverju sérstöku svo sem andardrætti, möntru, hreyfingu, líkamshluta eða einhverju sem stendur utan við þig. Þetta róar hugann þinn, þróar framheilann þinn sem hefur áhrif á persónuleika þinn, örvar ósjálfráða taugakerfið þitt, skýrir hugann, eykur árvekni og hæfileika til að vera til staðar. Með ástundun getur þú leyst upp streitumunstur, leyst upp ómeðvituð viðbrögð og venjur sem þjóna þér ekki, þróað innsæi þittog skapað innri vellíðan og ró.
Jákvætt innra tal og viðurkenning á styrk þínum er hluti af slíkri þjálfun.
Í amstri hversdagsins getur þú endurtekið fallega möntru innra með þér svo sem „mér líður vel“. Smátt og smátt fer þér þá að líða betur.
Hjá Sálarró.is notum við afl hugleiðslunnar til að hjálpa þér að ná innri ró og sátt.