Klára(i), flotta(i) þú…
Þú ert alltaf á þeim aldri að geta náð þér af áfalli, alveg sama hversu sár eða langvarandi þjáningin var.
Hvernig bætir þú þér upp öll árin sem þú, ef til vill, álasaðir þér og finnst þú hafa kastað á glæ öllu því besta og fallegasta sem þú áttir innra með þér? Til hvers var það allt? Er það næstum óbærilegt að þurfa, ef til vill, að byrja allt upp á nýtt? Kannski gengur ekki svo vel hjá þér vegna þess að þú upplifir svo mikinn missi, einmanaleika og endalausan sársauka? Lífið er svartnætti og þú íhugar hvernig í ósköpunum það fór svona eftir allt sem þú lagðir á þig?
Hvað þýðir þetta? Er lífið bara grimmur brandari?
Svörin liggja í því að þú þarft ekki að læra að láta þér líða vel heldur að af-læra að gera það ekki. Sleppa takinu á „gamla“ lífinu og „gömlu“ áföllunum og leyfa þér að blómstra í takt við innri vísdóm og fegurð.
Það skiptir ekki máli hversu mikið þú hefur misst. Þú hefur afl og hæfileika sem liggja innra með þér til að meta og láta þér þykja vænt um sjálfa(n) þig. Að sleppa takinu á „fölskum“ gildum og velja þau sem eru þér raunveruleg og sönn þínu lífi. Þá mun líf þitt springa út í ást og hamingju.
Vegna þess að sál þín þekkir engin takmörk og orka hennar er takmarkalaus. Hún býður þess að þú sleppir takinu á sársauka og áföllum. Þú getur náð heim til þinnar góðu tilveru.
Hjá Sálarró.is einbeitum við okkur að þeirri sólskinsleið sem býður þín. Okkur langar að hjálpa þér fyrstu skrefin á þinni heillabraut vegna þess að „Þúsund mílna ferð hefst á blettinum undir fótum manns“.