Hæ elsku þú!
Þjakar þig þjáning og þú þráir betri líðan? Þú gætir óskað þess að baráttan væri liðin tíð, kannski að einhver hefði fjarlægt óttann, sársaukann, þunglyndið og kvölina. En þannig virkar það ekki. Það er undir þér komið að taka þá ákvörðun að vinna þig frá þjáningunni, í átt að vellíðan og hagsæld í lífinu. Góðu fréttirnar eru að það eru til leiðir til að ná miklum árangri.
Það sem hefur hent þig og þjakað getur orðið eins og fjarlæg minning. Þú getur öðlast frelsi og öryggi til að skapa þér betra líf. Þú getur andað, lifað og látið þig dreyma aftur. Þú getur vaknað upp einn morguninn og fundið að sársaukinn er horfinn, aðeins fjarlægur endurómur eða dauf minning situr eftir.
Við hjá Sálarró.is bjóðum upp á skref á þeirri vegferð. Vegna þess að „Þúsund mílna ferð hefst á blettinum undir fótum manns“.