Af hverju þjáist þú?

Af hverju þjáist þú?

Elsku sál….

Af hverju þjáist þú?

Allir menn þjást, slík er tilvega mannsins á plánetu jörð. Buddha kenndi fjögur göfug sannindi:

  1. Þjáning eða ófullnægja (Dukkha) er andleg kvöl mannsins. Ef þú festir þig við eða hengir þig á eitthvað og getur ekki sleppt takinu veldur það þér andlegri kvöl.
  2. Uppspretta þjáningarinnar. Það skiptir sköpum hvernig þú túlkar og tengist reynslu þinni í hvaða mæli þú upplifir kvalræði.
  3. Frelsi frá þjáningunni. Þegar þú nærð að gefa eftir og sleppa takinu getur þú öðlast frið og náð djúpri fullnægju með því einfaldlega að vera til staðar með því sem er. Allt er eins og það á að vera.
  4. Leiðin að frelsi. Með því að leggja rækt við þroska þinn getur þú umbreytt þjáningu þinni í visku og frelsi.

Hafðu samúð með sjálfri (sjálfum) þér. Tengdu þig við góð gildi svo sem samúð, samþykki, kærleika, frið og hugrekki. Slakaðu á og gefðu eftir, allt er eins og það á að vera. Það sem þú óskar eftir kemur til þín. Treystu.