Ert þú með bakpokann fullan af steinum?

Ert þú með bakpokann fullan af steinum?

Elsku þú….

Hefur þér stundum fundist þú vera með bakpoka fullan af steinum?

Steinarnir eru sérstakir vegna þess að þeir eru táknrænir fyrir öll þín vandamál.

Þessir steinar tákna öll þau vandamál sem þú hefur í huga núna, í fortíðinni og í framtíðinni….

Þú þarft ekki að hugsa um merkingu steinanna…

Það getur verið léttir að taka einn steininn upp úr pokanum og leggja hann á gólfið…

Vandamál eftir vandamál hverfa úr bakpokanum…

Þú getur haldið þannig áfram þar til bakpokinn er tómur…

þangað til bakpokinn er algjörlega tómur..

Taktu þér tíma til þess að tæma bakpokann…tæma allan bakpokann..

Þá getur þú byrjað hvern dag með tilfinningu léttis og gleði…

Þú getur lagt frá þér steinana þína.

Með því getur þú breytt byrði þinni í fjarlæga hugmynd.

Gangi þér vel kæra sál að leggja frá þér steinana þína og lifa gleðiríku lífi…