Elsku þú…
Þekkir þú þetta Kínverska spakmæli:
„Ef þú átt frið í hjarta þér
vex friður í fjölskyldu þinni.
Ef þú býrð yfir friði í fjölskyldu þinni, vex friður í samfélagi þínu.
Ef þú býrð við frið í samfélagi þínu, vex friður hjá þjóð þinni.
Ef þjóð þín býr við frið, vex friður í heiminum.“
Þannig byrjar allt í þínu eigin yndislega hjarta. Þá getur reynst þér vel að sleppa tökum á gömlum hugmyndum og hleypa að nýjum sem eru hjálplegri.
Megi friður og gleði varða veg þinn fallega sál.