Hættum að þóknast öðrum og láta vaða yfir okkur

Hættum að þóknast öðrum og láta vaða yfir okkur

Elsku þú!

Það er margt yndislegt fólk sem gefur og gefur. Oft, þangað að það veldur innri kvöl.

Við höfum stundum lært að þannig eigi maður að koma fram við aðra: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig“. En það er til fólk sem notfærir sér gæsku annarra og sýgur orku þeirra. Við þurfum þá að komast að því hvernig við getum haldið áfram að vera gjafmild og þótt vænt um aðra þannig að öðrum þyki líka vænt um okkur. Við þurfum alltaf að byrja á að spyrja okkur hvernig við getum borið virðingu fyrir okkur sjálfum og þrifist á eigin forsendum. Því að ….

Ef þú ferð aldrei í taugarnar á öðrum, ferðu í taugarnar á sjálfri(um) þér

Þú getur sagt við fólkið í lífi þínu: „Þú þarft ekki að vera sammála mér eða fylgja mér. Annaðhvort getum við gefið hvort öðru frelsi til að vera við sjálf eða samþykkt að halda áfram í lífinu án hvors annars vegna þess að við eigum ekki samleið“.

Það er ekkert rétt eða rangt og það er ekkert öðrum að kenna. En til að taka ábyrgð á eigin lífi þurfum við að vera sönn okkur sjálfum til þess að geta verið sönn öðrum. Ef þú samþykkir aðra bara af því að þig langar til að þeim þyki vænt um þig ertu ekki sönn (sannur) þér. Þú ert ekki að gefa mikilvægar upplýsingar um hver þú ert eða hvað gleður þig eða hryggir. Þetta getur leitt til þess að þú missir tengsl við þína innri veru og þá er ekki hægt að njóta hamingju. Það er oft mikið rugl í gangi við það að reyna að gera aðra hamingjusama til þess að geta orðið hamingjusamur sjálfur. Það virkar ekki þannig.

Við hjá Sálarró.is gerum allt til að hjálpa þér á leið til heilbrigðis og það er þannig að „þúsund mílna ferð hefst á blettinum undir fótum manns.“