Hvað þýðir það að vera þakklát(ur)?

Hvað þýðir það að vera þakklát(ur)?

Elsku þú…..

Hvað þýðir það að vera þakklát(ur)?

Þakklæti þýðir ekki að þú lætur eins og allt sé gott og afneitar því sem aflaga fer. Ástundun þakklætis þýðir að þú velur að beina athyglinni að því sem  þú kannt að meta. Það er lykillinn að þakklæti og farsælli líðan þinni.

Vellíðan þín byggist meira á því að hverju þú beinir athygli þinni, heldur en því sem kemur fyrir þig.  Þakklæti hefur jákvæð áhrif á heilastarfsemi þína.

Tilfinning þakklætis kallar fram  mildi þína. Þakklæti opnar hjarta þitt og róar huga þinn með því að tengja þig venjulegum, yndislegum hlutum sem þú mundir annars taka sem gefna.