Hverjar eru óskir þínar og þarfir?

Hverjar eru óskir þínar og þarfir?

Elsku þú….

Hverjar eru óskir þínar og þarfir?

Hikar þú þegar þú þarft að láta þarfir þínar og óskir í ljós? Það er eðlilegt vegna þess að menning samfélagsins segir okkur oft að bæla okkur til þess að þóknast öðrum eða að setja aðra í forgang. Að það sé dyggð. Berðu virðingu fyrir hikinu því það er ekki sama og að gefast upp. Hikið er dýrmætt vegna þess að þar skerpist sýn þín.

En þegar þörf þín er orðin þér ljós þarftu ekki að tala hátt eða með látum. Þú getur tjáð þinn innri sannleik rólega og yfirvegað. Stattu einbeitt(ur) í þínum innri sannleik. Það er það sem þú hefur hér á þessari jörð. Það er þinn áttaviti. Þú getur sett þér þennan ásetning: „Ég virði mínar eigin þarfir og er laus við alla setkarkennd og skömm“

Þarfir annarra eru ekki mikilvægari en þínar, jafnvel ekki þarfir barna þinna. Það er vegna þess að börnin þín þurfa sterkt, fallegt, fullorðið foreldri sem tekur ábyrgð á sér. Ef þú lentir í flugslysi þarft þú að setja súrefnisgrímuna fyrst á þig áður en þú hjálpar barninu þínu vegna þess að ef þú dettur út er barnið þitt varnarlaust.

Vertu skýr á þínum mörkum og talaðu beint frá hjartanu „þetta þarf ég frá þér“. Ef ekki er tekið tillit til þarfa þinna þrátt fyrir skýr skilaboð þarft þú, ef til vill, að endurskoða hvernig þú vilt hafa samskiptin í framtíðinni.

Þú berð ekki ábyrgð á örðum, hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er því fullkomlega sjálfsagt að þú sért sjálfstæð(ur). Þér er óhætt að rækta sjálfstæði þitt.