Hversu margar stjörnur mundir þú gefa lífi þínu í dag?

Hversu margar stjörnur mundir þú gefa lífi þínu í dag?

Elsku þú….

Hvernig væri að breyta ytri erfiðleikum í innri styrk?

Síðastliðin þrjú ár hafa svo sannarlega reynt á þolrifin. Heimurinn hefur snúist á hvolf og svo margt hefur gerst sem þú hefðir ekki getað ímyndað þér. Það er auðvelt að missa tökin þegar þú hefur enga stjórn á því sem er að gerast í heiminum, ekki einu sinni í þínu nánasta umhverfi.  Þá getur verið gott að spyrja sig, hafði ég einhvern tímann stjórn?

Það eina sem þú getur gert er að leita inn á við og skoða hvað er um að vera þar. Hvernig er orkuflæðið í líkama þínum, hvernig er hugsanaflæðið? Getur þú öðlast betra líf og líðan með því að huga fyrst og fremst að innra lífi?

Þú getur farið með eftirfarandi ásetning í huga þér: „Ég er örugg(ur)“, „Ég treysti“, „Ég er ekki ein(n)“, „Ég er tengd(ur) öllu sem er“. Þú getur andað djúpt að og rólega frá og beint athyglinni í punktinn á milli augnabrúnanna. Með æfingu getur þú róað hugann og komið jafnvægi á orkuna innra með þér. Þannig er hægt að öðalst djúpa ró og frelsi frá þjáningu.