Hvíldu í vitund þinni!

Hvíldu í vitund þinni!
Elsku þú….
 
„Hvíldu í vitund þinni“
 
„Færðu athyglina milli augnabrúnanna og gefðu eftir inn í dýpsta stig slökunar…
 
Hér er ekkert sem þarf að gera eða öðlast, þú hefur stigið inn í friðhelgi náðar og blessunar. Á þessu sviði sameiningar ert þú vitni alls sem er að gerast en aðhefst ekkert.
 
Allt það sem ekki verður leyst með aðgerðum getur aðeins orðið að veruleika í aðgerðarlausri tilvist þinni.
 
Finndu fullkomið öryggi og vellíðan er þú felur sjálfa-n þig krafti og vernd tilvistarinnar. Finndu hana…upplifðu hana…vertu hún
 
Slepptu öllum ótta, áhyggjum og kvíða varðandi það sem þú vilt breyta, stjórna og stýra…slepptu öllum gjörðum.
 
Settu í staðinn traust og trú á æðri mátt.
 
Leyfðu huga þínum að sameinast og bráðna inn i tilvistina og stígðu inn í helgidóm þagnarinnar. Vertu tóm-ur og laus frá öllum gerðum.
Finndu fyrir þér sem tímalausri tilvist, núna….“
 
(Yoga Nidra – Armit Method)