Í hverju felst fyrirgefning þín?

Í hverju felst fyrirgefning þín?
Hvað felst í fyrirgefningu þinni?
Fyrirgefning þín er ákvörðun um að sleppa tökum á sársauka og þörf fyrir hefnd. Hún felur í sér gæsku þína og er eðlilegur þáttur í sorgarferli þínum. Fyrirgefning þín er viðurkenning á þjáningunni og missinum í lífi þínu. Fyrirgefning þín fjallar um þig, um tilfinningar þínar, hugsanir og líkama. Hún fjallar ekki um þann sem særði þig eða olli þér tjóni.
Búddistar trúa því að þú getir fyrirgefið með því að þjálfa þig í því að sleppa tökum á erfiðum tilfinningum sem annars mundu valda andlegri heilsu þinni skaða. Fyrirgefning þín byggir á visku þinni og árvekni.
Búddha segir að ef þú heldur í reiði þína sé það eins og að halda á heitum kolamola sem þú ætlar að kasta í einhvern annan en það ert þú sem brennir þig.
Hjá Sálarró.is kennum við þér æfingar og hugleiðslu til að sleppa tökum á erfiðri reynslu. Draumsýn okkar er að þú getir byrjað að blómstra og nýta hæfileika þína til fulls. Þú þarft ekki að rifja upp erfiða atburði til að geta nýtt þér leiðir okkar til þjálfunar.