Leyfðu sársaukanum að líða frá þér!

Leyfðu sársaukanum að líða frá þér!

Elskulega sál…

Leyfðu sársaukanum að líða frá þér. Skapaðu þannig rými fyrir kyrrð og ró innra með þér. Leyfðu þér að verða ein(n) með öllu sem er.

Sársauki þinn er orka. Leyfðu bylgjum orkunnar að flæða um þig og sársaukanum að líða frá þér eins og þú sjáir hann berast burt í dásamlegu fljóti lífsorku þinnar. Þjánig þín er einungis hluti af öllu því sem fljót þitt ber með sér. Fljót lífsorku þinnar er ríkt af góðri, nærandi orku. Orku sem getur heilað hvað sem er.

Mundu að þú ert alltaf svo miklu meira en það sem þú heldur að þú sért. Heilaðu sjálfa(n) þig.