Náttúran er þinn griðarstaður

Náttúran er þinn griðarstaður
Elsku þú….
Þú ert hluti af náttúrunni….
Rætur þínar liggja í náttúrunni…..
Þú getur tekist á við öldur lífs þíns á sama hátt og hafið af því þú ert hluti af náttúrunni. …
Alveg eins og náttúran hefur þú upplifað ljúfa og kraftmikla daga….
Þú veist líka að slíkir dagar koma og fara…..
Það sem er erfitt í dag mun líða hjá….
Þú veist að þú munt takast á við það sem er erfitt og gera það mjög vel…..
Þú getur nýtt þína innri visku sem tengist visku náttúrunnar til þess að takast á við það sem erfitt er…..
Þú veist líka að breytingar hafa alltaf fylgt mannskyninu…..
Og að þú getur tekist á við áskoranir með von og þreki…..
Nú getur þú litið til framtíðarinnar og þeirra góðu daga sem eiga eftir að renna upp og hugur þinn getur reikað til náttúrunnar sem þú elskar og sem elskar þig…..
Þú getur séð þig fyrir þér ganga um í yndislegri náttúrunni……
Þú getur minnst þess að erfið augnablik hafa áður liðið hjá…..
Þú getur líka minnst þess að þú ert til í þessari náttúru og náttúran er líka innra með þér……
Á sama hátt og náttúran breytist getur líkami þinn líka breyst…….
Nú er tími til þess að hugsa um góða daga með friði og von……
Nú getur þú einbeitt allri athygli þinni að því augnabliki þegar þú hlustar á náttúruna og á hvern hátt náttúran getur haft læknandi áhrif á þig…..
Þú getur einbeitt allri athygli þinni að þessu augnabliki og á hvern hátt þú getur notið þess og fundið djúpa slökun og ró í öllum líkamanum……
Þú getur alltaf leitað þessarar slökunar og friðsældar innra með þér því það er besta gjöfin til þín…..
Líkami þinn fagnar þessari innri gjöf þinni…..
Þú getur leitað þessarar friðsældar og slökunar innra með þér hvenær sem er og dvalið þar til þess að láta þér líða vel….
 
Við hjá Sálarró.is gerum allt til að hjálpa þér að tengja við það góða í þínu lífi þannig að þú náir að blómstra og vaxa.