Sérð þú ljósið í tilveru þinni?

Sérð þú ljósið í tilveru þinni?

Fallega sál…

Mannleg tilvera er óhjákvæmilega sársaukafull. Hefur þú upplifað reynslu sem er svo sársaukafull að þú átt um tvennt að velja. Annað hvort að farast eða að horfast í augu við nánast óbærilegan sársauka þar sem gömul munstur tilverunnar brotna niður og nýr farvegur skapast fyrir lífið. Nánast eins og að endurfæðast. En hver ertu þá ef þú ert ekki sá(sú) sem þú hélst að þú værir? Slík spurning getur kippt fótunum undan þér og skilið þig eftir á brún hengiflugs.

Reyndu þá að sjá ljósið og trúa á að viðvarandi þjáning er val þitt en ekki álög. Þú þjáist ef þú festist í mótstöðu gegn breytingu og reynir að halda áfram að trúa á tálmynd. Þú þarft að standa augliti til auglitis við sársaukann og finna þinn veg til að lækna þín innri sár.

Þér gagnast ekki að reyna að hugsa þig frá sársaukanum vegna þess að boðefni í heilanum þínum koma til með að beina þér að sárum sem tengjast neikvæðum tilfinningum. Tilfinningum eins og „ég er ekki verð(ur) ástar“, „ég er ekki nógu góð(ur)“, „þetta er allt mér að kenna“. Ef þú reynir að minnka eigin tilfinningu sektar með því að kenna öðrum um skemmir þú fyrir eigin þroska.

Þess vegna skiptir máli að leita inn á við, leyfa flæðandi orku að streyma um þig og að nýta hugsunina til lækninga. Þú ert meistari hugsunar þinnar en ekki öfugt.

Elsku sál.. gangi þér vel að slaka á líkamanum, hugsa jákvæðar hugsanir, meta sjálfa(n) þig að verðleikum og þakka tilveru þína.