Taktu völdin í lífi þínu í eigin hendur

Taktu völdin í lífi þínu í eigin hendur

Elsku sál….

Hluti af því að endurskilgreina sjálfan sig er eins og að koma heim til sín. Í stað þess að upplifa að aðrir ráða för byrjar þú að skilja að það ert þú og þinn innri kjarni sem þarf að vera hreyfiaflið í þínu lífi. Það þýðir ekki að þú getir ekki aðlagast, þjónað öðrum eða tekið þátt í samstarfi. En ef þér finnst innst inni að eitthvað sé rangt og reynir samt að aðlagast einhverju eða einhverjum og haldir að það sért ÞÚ sem hafir rangt fyrir þér, ertu á villigötum. Þú þarft að vernda þinn innri kjarna og sannleika. Þegar hið innra með þér hrópar að eitthvað gangi ekki upp en þú heldur samt áfram til að þóknast ertu að yfirgefa sjálfa(n) þig.