Elsku þú…
Þegar erfiðleikar steðja að er gott að muna eftir eigin þrautseigju og seiglu. Þú ert sterkari en þú heldur.
Þrautseigjan er þér í brjóst borin, annars hefðu ættmæður þínar og ættfeður ekki komist af í þessu landi á sínum tíma.
Öll él birtir upp um síðir og þá mun ljós þitt og gleði skína.