Þakklæti eykur hamingju þína!

Þakklæti eykur hamingju þína!

Elsku þú….

Þakklæti eykur hamingju þína!

Ef þú tileinkar þér hugarfar þakklætis verður þú hamingjusamari, líður betur andlega, verður síður þunglynd(ur), finnur síður fyrir streitu, hefur færri líkamleg einkenni, minni líkamlegan sársauka og færð sterkara ónæmiskerfi.  Kostir þess að vera þakklát(ur) eru óendanlegir.

Þú getur verið þakklát(ur) líkama þínum sem gerir allt til þess að hjálpa þér að lifa sem best á þessari plánetu. Þú getur ef til vill þakkað fótunum þínum fyrir að bera þig um jörðina. Eða meltingunni þinni fyrir að gera sitt besta til að melta matinn. Svo er hægt að leggja lófa á hjartað og þakka því fyrir að slá af hjartans lyst. Þú getur þakkað lungunum þínum sem draga andann alveg sjálfkrafa og halda þér lifandi með sínum yndislega andardrætti. Þegar þú þakkar líkama þínum verður hann glaður og það hjálpar honum að gera sitt besta fyrir þig. Þakkaðu líkama þínum því hann er stórkostlegt „musteri sálar þinnar“.