Þarftu að kveðja náið samband?

Þarftu að kveðja náið samband?

Kæra sál…

Þarftu að kveðja náið samband?

Ef þú þarft að kveðja náið samband getur hjálpað að skrifa bréf til viðkomandi. Það getur hjálpað þér þó svo þú komir bréfinu aldrei til þess sem það er skrifað til, það er algjörlega þitt val.

Bréfið þitt gæti innihaldið eftirfarandi eða hvað annað sem þú vilt koma á framfæri:

Hver fannst þér tilgangurinn í upphafi sambandsins eða þegar á leið?

Hverjir fundust þér vera kostir sambandsins?

Hvaða vandamál upplifðir þú í sambandinu? Var sambandið þér skaðlegt á einhvern hátt?

Hvað minnir þig á sambandið (fólk, staðir, athafnir, tímar dags, kringumstæður o.s.frv.)?

Hvaða áhrif hefur sambandið haft á þig?

Hvernig líður þér þegar þú hugsar um að sleppa tökum á sambandinu?

Hvað lærðir þú af reynslu þinni í sambandinu?

Hvað munt þú öðlast og hvað munt þú missa við lok sambandsins?

 

Fullvissaður þig um að þú hafir sagt allt sem þú hefur þörf fyrir áður en þú undirritar bréfið þitt.