Þín frumskylda er að vernda sjálfa(n) þig

Þín frumskylda er að vernda sjálfa(n) þig

Elsku þú…

Þín frumskylda er að vernda sjálfa(n) þig.

Láttu þig ekki dreyma um að þú getir gert aðra hamingjusama. Þú getur það ekki, það er ekki þitt hlutverk því það ber hver og einn ábyrgð á sér eins og þú berð ábyrgð á þér.

Ef þú elskar friðinn og hatar ágreining er hætta á að þér finnist þú hafa brugðist eða sért einskis virði ef öðrum líkar ekki við þig. Þá ert þú á algjörum villigötum. Þá áttu á hættu að gefa vald þitt frá þér vegna þess að þú reynir að vera það sem hinir vilja að þú sért til að gera þá hamingjusama, á sama tíma og þú veldur sjálfri (sjálfum) þér óhamingju. Sumir eru líka þannig að það skiptir engu hversu mikið þú gefur þeir þurfa stöðugt meira. Sértu í slíkum samskiptum áttu á hættu að tapa sjálfri (sjálfum) þér smátt og smátt og þú færð hvort eð er aldrei þá ást og þann frið sem þú sækist eftir.

Þess vegna hefur þú fullt leyfi til að setja þig upp á móti öðrum og halda fram þínum þörfum og sjónarmiðum. Mundu að taka aldrei skilgreiningar annarra á þér alvarlega. Það fólk segir meira um sjálft sig en um þig.

Mundu að þú ert góð, virðingarverð manneskja sem er verð ástar.