Þitt innra tal!

Þitt innra tal!

Elsku þú ….

Hefur þú tekið eftir því að innra með þér á sér stað stöðugt tal? Stundum er þetta skemmtilegt tal, stundum niðurrífandi og leiðinlegt. Þetta er vegna þess að þú ert flókin vera og það leynist mikil reynsla og margir „þættir“ innra með þér. Þú átt þér alvarlega „þætti“ og glaða og leikandi „þætti“. Þessir „þættir“ taka svo til máls í hinu hljóða tali, sem leiðir til ýmissa tilfinninga.

Hefur þú tekið eftir hvað þér getur liðið vel ef innra talið er uppbyggilegt og skemmtilegt? Eða hversu ömurlega þér getur liðið ef talið er niðurbrjótandi og gagnrýnandi?

Ímyndaður þér að þú getir valið hvaða þætti þú vilt hlusta á. Að þú getir gefið þeirri rödd sem er best fær um að hjálpa þér mestan styrk.

Þannig getir þú æft þið í að hlusta á þá rödd innra með þér sem er þér hjálplegust hverju sinni. Þú hlustar á boðskap þessarar raddar…….