Ef til vill hefur þú upplifað að erfiðleika í lífi þínu hafa breytt þér. Hafa þeir gert þig að minni manneskju? Eða hafa þeir vakið þig til vitundar og aukið visku þína?
Mikil þjáning felur í sér óendanlega möguleika til þroska. Í þjáningunni skiptir máli að muna að kraftar almættisins standa með þér. Þú ert ekki ein(n).
Því eru engin takmörk sett hversu öflug(ur) þú getur orðið í kjölfar þjáningar. Þegar erfiðleikarnir eru hvað mestir er þörfin mest fyrir að leita innri lækningar og þroska.
Það getur orðið mikil umbreyting í lífi þínu. Það má líkja þeirri vegferð við fiðrildið sem býr til púpu utan um sig áður en það verður að dásamlegri veru sem breiðir úr vængjum sínum og tekur flugið út í heiminn.
Umbreyting manneskju er sannarlega ekki auðveld – getur orðið eins og dauði sem leiðir til endurfæðingar.
Það getur hjálpað að líta svo á að þjáning þín hafi tilgang og að þú getir fundið ljós í lífi þínu.
Haltu alltaf í vonina, þú getur þroskast út úr púpunni og breitt vængi þína til flugs úr í heiminn sem bíður þín. Þú hefur mikið að gefa.