Þú ert fædd(ur) til að vaxa og njóta þín!

Þú ert fædd(ur) til að vaxa og njóta þín!

Elsku þú…

Hvers vegna eru þá svona mörg ljón í vegi þínum? Hvers vegna þjáist þú? Kannski hefur þér verið „kennt“ að það sé eðlilegt að lífið sé vegferð þjáningarinnar. Að þú þurfir að „vinna þér inn“ það sem gott er. Kannski er þér hollt að efast um að þú eigir þjáningu skilið. Að breyta þeirri hugmynd með því að æfa þig í að breyta meðvitund þinni um tilvist þína á þessari jörð.

Því að þú fæddist á þessa fallegu jörð til að blómstra og dafna og framlag þitt er alltaf meira en þú getur gert þér grein fyrir.