Þú ert hluti af visku alheimsins!

Þú ert hluti af visku alheimsins!

Elsku þú…

Um þessar mundir er lífð óreiðukennt og sífelldum breytingum háð um allan heim. Þetta getur leitt til þess að þú upplifir óöruggi, varnarleysi og að þú sért upp á náð og miskunn annarra komin/n/t.

En mundu að….

Þú getur treyst því að þú býrð yfir visku….

Þú ert hluti af alheiminum og tilheyrir honum…

Þess vegna býr viska alheimsins innra með þér…

Þú getur ímyndað þér hvernig viska alheimsins streymir innra með þér…

Þú getur æft þig í að tengjast þessari visku og finna þar styrk…

Hin fullkomna viska alheimsins getur gefið þér styrk…

Þú getur beðið visku alheimsins sem streymir um þig að fjarlægja hverja hindrun sem á vegi þínum verður…

Þannig getur þú hreinsað frá þér allan vanda og umbreytt honum í flæðandi lífsorku…

Þú getur lagt það í hendur þinnar innri visku að þú náir að lifa einmitt því lífi sem þú þráir að lifa….