Vertu þinn besti vinur!

Vertu þinn besti vinur!

Elsku þú….

Vertu þinn besti vinur

Leggðu áherslu á mildi og skilning gagnvart sjálfum þér og forðastu að gagnrýna þig eða dæma. Það skiptir heilsu þína miklu máli að þú hlúir að hæfileika þínum til þess að finna hlýju í eigin garð. Horfðu á sjálfa(n) þig með gleraugum fyrirgefningarinnar.

Þú ert alltaf hluti af stærra samhengi, hluti af sam-mannlegri reynslu og því aldrei utangarðs. Ef þér líður illa er það vegna þess að þú ert manneskja, þannig er mannleg tilvera.

Það skiptir þig máli að geta öðlast frelsi frá erfiðum minningum og geta sótt róandi minningar eða ímyndir í þinn innri viskubrunn.  Ef þú þjáist af uppáþrengjandi, óvelkomnum hugsunum og hugsýnum getur þú átt þér góða ímynd eða minningu innra með þér „á lager“ sem þú tekur fram og hugsar. Þá snýst hugur þinn og vertu viss, góðar tilfinningar fylgja í kjölfarið.