Vertu trúr sjálfum þér

Vertu trúr sjálfum þér
Elsku þú…
Vertu trúr sjálfum þér..
 
Hefur þú hugsað út í að þú býrð í samfélagi sem einkennist af miklu álagi. Þekking hefur orðið sífellt aðgengilegri. Þú þarft ekki annað en að ýta á takka og þekkingin er þín.
 
Upplýsingar eru hvarvetna tiltækar, bæði um menn og málefni. Þetta felur í sér völd til allra manna en skapar einnig mikið álag. Stöðugt er verið að setja fram eitthvað sem jafnvel er ætlast til að þú takir afstöðu til.
 
Til þess að takast á við þetta getur þú þurft á hagnýtum aðferðum að halda sem geta örvað þá orku innra með þér sem þú þarfnast til þess að halda heilsu og ná sem bestum árangri undir slíkri pressu.
 
Þú gætir þarfnast andlegs, tilfinningalegs og líkamlegs sveigjanleika. Þú gætir þurft á nánum tengslum við innsæi þitt, tilfinningar og hvatir að halda. Þú gætir í auknum mæli haft þörf fyrir hæfni til þess að leita inn á við og virkja þína innri visku.
 
Þú gætir þurft að mæta upplýsingaflóðinu með innri visku, sjálfsstjórn, innsæi og hlutlausum huga. Þú gætir þurft aukna getu til að gefa heila þínum, huga og meðvitund fyrirmæli sem grundvallast á innsæi þínu, visku og huga skynseminnar.
 
Þú gætir þurft að halda út streitu, þú gætir þurft skýrleika við ákvarðanatöku og að þroska með þér getu til að móta nýjan grundvöll sjálfvitundar þinnar.
 
Þú getur ekki treyst á að fá svör utan frá og þarft að vera í tengslum við innsæi þitt. Hvað er rétt fyrir þig? Sú viska kemur innan frá. Hvernig talar sál þín til þín?
 
Hjá Sálarró.is hjálpum við þér að leita inn á við og komast í tengsl við þína innri visku. Skoðaðu málið því þúsund mílna ferð hefst á blettinum undir fótum manns.