Vilt þú prófa stutta sjálfsdáleiðslu?

Vilt þú prófa stutta sjálfsdáleiðslu?

Fallega sál….

Í amstri og erli dagsins getur verið hjálplegt fyrir þig að eiga stutta dáleiðsluaðferð til að slaka á.

Dragðu djúpt inn andann og byrjaðu á að anda inn í magann, síðan brjóstið. Andaðu rólega frá þér út um brjóstið og niður í magann.

Dragðu aftur djúpt andann og andaðu rólega frá þér og sjáðu í hugskoti þínu hvernig öll spenna í þeim lit sem  þú velur, líður frá þér og upp í ský á himnum.

Langt, langt fyrir ofan höfuð þér.

Þetta ský leysist smátt og smátt upp og falleg birta flæðir yfir þig.

Birtan flæðir yfir þig og þú finnur þægilegan il breiðast út um allan líkamann.

 

Njóttu þess að vera til á þessari jörð elsku þú….