Vissir þú að öndun þín er lykill að góðri heilsu?

Vissir þú að öndun þín er lykill að góðri heilsu?

Elsku þú…

Líkami þinn er bústaður þinn á þessari jörð. „Musteri sálarinnar“ segja margir. Hugsaður vel um hann og varðveittu heilsu þína eins vel og þú getur.

Hefur þú heyrt að það sé bara að slaka á og hætta að hafa þessar áhyggjur. Þetta sé allt í hausnum á þér. Það væri ágætt ef málið væri svona einfalt, því miður það er ekki svo.

Hefur þú t.d. upplifað atburð sem veldur því að þér finns þú hjálparlaus, vonlaus og hafir ekki stjórn. Sé svo er það ósjálfráða taugakerfið þitt sem er að bregðast við. Auk þess fara af stað ferlar í heilanum sem örva kirtla sem framleiða adrenalín. Þetta er sá hluti taugakerfisins sem við getum haft áhrif á með öndun. Með hægri öndun lækkum við hjartsláttinn og örvum blóðaflæðið til okkar dýrmætu líffæra.

Þú byrjar á að anda hægt inn og öndunin byrjar í maganum. Eins og að fylla vatnsflösku andar þú upp um magann, upp í brjóstið og alveg þangað til öndunin nær upp að viðbeinum. Þú getur haldið andanum inni augnablik og síðan  andað enn hægar út en inn. Þá byrjarðu efst og andar niður í magann þangað þú hefur tæmt allt loftið út. Þá getur þú haldið andanum úti augnablik. Þessi öndun er afar róandi og heildandi. Þess vega er mikilvægt að þú temjir þér hæga, rólega öndun sem byrjar í maganum til þess að stuðla að jafnvægi í þínum kæra líkama.

Hjá Sálarró.is leggjum við áherslu á að þjálfa öndun þína vegna þess að við vitum að lifsorka þín er borin áfram af önduninni.