Indæla sál!
Hefur þú tekið eftir því hvað það er gaman að hugsa góðar hugsanir?
Hvers vegna endurhugsum við þá erfiðleika og áföll aftur og aftur í huganum og erum föst í fangelsi hugans? Það hjálpar ekki að hugsa enn meira til þess að læknast. Það er ekki hægt að lækna erfiða hugsun með enn meiri hugsun. Þú getur ekki sagt „o.k nú er ég búin að hugsa þetta allt og get því haldið áfram með lífið“ , það virkar ekki þannig. Hvers vegna ekki?
VEGNA ÞESS AÐ HEILINN ÞINN ER NÁTENGDUR LÍKAMA ÞÍNUM
Þetta skiptir öllu máli vegna þess að sárið sem varð við áföllin gerðist ekki í heilanum þínum. Hugsunin er einkennið ekki orsökin. Orsökin liggur innra með þér. Þess vegna segjum við „mér líður illa“ en ekki „ég hugsa illa“. Tilfinningarnar koma fyrst, síðan kemur hugsunin. Þess vegna eru það svo margir sem leita á náðir áfengis eða vímuefna til þess að reyna að deyfa sársaukann hið innra. Þess vegna getur þú ekki hugsað fallega og fundið frelsi fyrr en þú hefur læknað „innra sárið“. Breytingin í hugsuninni gerist þegar lækningin í líkamanum hefur átt sér stað.
Hjá Sálarró.is lítum við á þig sem heildræna fallega veru, líkamlega og andlega. Kraftaverk geta gerst í lífi þínu, þú getur notið þess afls sem þú átt vegna þess að við hjálpum þér að fara inn á við og lækna líkama þinn og huga. Tékkaðu á okkur: https://salarro.is/hopmedferd/