Langar þig til að slaka á?

Langar þig til að slaka á?

Þú liggur úti í náttúrunni. Þú hlustar á hljóðin í kring um þig, kannski fuglasöng… Þú hlustar á falleg náttúruhljóðin og sólin vermir húð þína…. Sólin sem er svo hlý og þú getur minnst hennar þegar þú varst yngri… Sólin vermir húð þína vegna þess að þú ert til…. Þú mannst ef til vill daga í yndislegri náttúrunni sem þú hefur átt…. Þú hlustar á náttúrhljóðin með öllum líkamanum og finnur lungun fyllast af fersku lofti sem næra allar frumur líkama þíns…. Með hverjum andardrætti inn og út getur þú náð djúpri hvíld og ró í öllum líkamanum…. Þegar þú einbeitir þér að náttúrunni getur þú fundið hvað þú ert mikilvæg(ur)partur af náttúrunni og öll náttúran umvefur þig og er hluti af þér…. Þú ert líka hluti af henni…. Allt er hér vegna þess að þú ert til…. Hver skuggi færir þér frið vegna þess að þú ert til….  Nú getur þú dregið djúpan andardrátt inn í allan líkama þinn og þú finnur fullkomna ró og frelsi…. Þegar þú nú hlustar á náttúruna verður þér ljóst að náttúran er sífellt að breytast og þessar breytingar eru hluti af sköpuninni…. Sjórinn fellur að og fellur frá…. Bylgjur hafsins færa næringu og líf til allra lífvera í sjónum…. Bylgjur hafsins geta verið mildar og sterkar þar sem þær falla að og frá ströndinni…. Þú getur hlustað á hljóð hafsins og fundið ró og frið innra með þér….  Bylgjur hafsins hafa aldrei stöðvast í krafti sínum eða blíðu…. Sama á við um þig, þú getur tekist á við allar áskoranir lífsins, þú hefur styrkinn innra með þér….

Við hjá Sálarró.is bjóðum þér tækifæri til vera með okkur í djúpri slökun og uppbyggingu: https://salarro.is/hopmedferd/