Prófaður stutta, fljótvirka dáleiðslu sem þú getur gert sjálf(ur).
Komdu þér þægilega fyrir og byrjaður á að anda rólega inn í magann, síðan upp brjóstið. Andaðu svo hægar frá þér frá brjósti og alveg niður í kviðarholið. Farðu með eftirfarandi texta fyrir sjálfa(n) þig í huganum og reyndu að sjá fyrir þér:
„Andaðu rólega frá þér og sjáðu hvernig öll spenna, í bláum lit, líður frá þér og upp í blátt ský á himnum.
Langt, langt fyrir ofan höfuð þitt.
Þetta ský leysist smátt og smátt upp og falleg birta flæðir yfir þig þegar þú andar að þér.
Birtan flæðir yfir þig og þú finnur smátt og smátt þægilegan il breiðast út um allan líkamann“.
Endurtaktu 3svar og athugaður hvernig þér líður á eftir.