Kæra sál! Gefðu aldrei frá þér þitt innra afl og vald! Af hverju? Af því að þú gætir auðveldlega lent í því að einhver vill notfæra sér það. Þú gætir verið þessi yndislega manneskja sem er góðhjörtuð(aður), hefur mikið til að bera, ert ábyrgðarfull(ur), næm(ur) fyrir tilfinningum annarra, vilt hjálpa og átt erfitt með að…
Author: Þuríður Hjálmtýsdóttir
Vilt þú losna við sársauka fortíðarinnar?
Við eigum í miklun erfiðleikum með að fyrirgefa á sama tíma og þörfin fyrir fyrirgefningu er mikil. Ricoeur telur erfiðleika okkar tengist því að við eigum í vandræðum með að sjá fortíðina sem fortíð og við höfum tilhneigingu til þess að gleyma því góða sem gerðist, þrátt fyrir allt. Viðhorf okkar til réttlætis er of…
Vertu trúr sjálfum þér
Elsku þú… Vertu trúr sjálfum þér.. Hefur þú hugsað út í að þú býrð í samfélagi sem einkennist af miklu álagi. Þekking hefur orðið sífellt aðgengilegri. Þú þarft ekki annað en að ýta á takka og þekkingin er þín. Upplýsingar eru hvarvetna tiltækar, bæði um menn og málefni. Þetta felur í sér völd…
Vissir þú að öndun þín er lykill að góðri heilsu?
Elsku þú… Líkami þinn er bústaður þinn á þessari jörð. „Musteri sálarinnar“ segja margir. Hugsaður vel um hann og varðveittu heilsu þína eins vel og þú getur. Hefur þú heyrt að það sé bara að slaka á og hætta að hafa þessar áhyggjur. Þetta sé allt í hausnum á þér. Það væri ágætt ef málið…
Náttúran er þinn griðarstaður
Elsku þú…. Þú ert hluti af náttúrunni…. Rætur þínar liggja í náttúrunni….. Þú getur tekist á við öldur lífs þíns á sama hátt og hafið af því þú ert hluti af náttúrunni. … Alveg eins og náttúran hefur þú upplifað ljúfa og kraftmikla daga…. Þú veist líka að slíkir dagar koma og fara….. Það sem…
Þín eilífðarnáð
Elsku þú… Þú getur hugsað þér að almættið sjálft blessi sál þína með þessari bæn. Þína fallegu sál í hrjáðum en samt yndislegum heimi. Þú getur hjálpað heilsunni þinni með því að kyrja þessa bæn á morgnana áður en þú ferð út í daginn. Þessa heilandi bæn má finna á ensku með laglínu undir heitinu…
Ögranir lífs þíns geta orðið blessun þín vegna þess þroska sem verður í kjölfar þeirra
Það getur verið að þú hafir ekki hugmynd um það hveru mikla blessun lífsins straumar geta borið í kjölfar mikilla erfiðleika. Þú getur neyðst til að endurskoða líf þitt. Þú getur þurft að þjálfa þig í að lifa hér og nú og aftengja þig því að ná ákveðinni niðurstöðu eða árangri. Þú getur þurft að…
Hefur hugsun þín áhrif á það hvernig þér líður?
Hugsun þín hefur gríðarlega áhrif á það hvernig þér líður og hvernig heilsa þín er. Þess vegna þarft þú að þjálfa þig í að hugsa fallegar hugsanir. Hægara sagt en gert. En þú getur þjálfað hugsun þína þannig að þú náir smátt og smátt að láta þér líða vel. Ef þú hefur stundað hugleiðslu hefur…
Í hverju felst fyrirgefning þín?
Hvað felst í fyrirgefningu þinni? Fyrirgefning þín er ákvörðun um að sleppa tökum á sársauka og þörf fyrir hefnd. Hún felur í sér gæsku þína og er eðlilegur þáttur í sorgarferli þínum. Fyrirgefning þín er viðurkenning á þjáningunni og missinum í lífi þínu. Fyrirgefning þín fjallar um þig, um tilfinningar þínar, hugsanir og líkama. Hún…
Langar þig til að slaka á?
Þú liggur úti í náttúrunni. Þú hlustar á hljóðin í kring um þig, kannski fuglasöng… Þú hlustar á falleg náttúruhljóðin og sólin vermir húð þína…. Sólin sem er svo hlý og þú getur minnst hennar þegar þú varst yngri… Sólin vermir húð þína vegna þess að þú ert til…. Þú mannst ef til vill daga…
Þú getur alltaf náð þér af áfalli
Klára(i), flotta(i) þú… Þú ert alltaf á þeim aldri að geta náð þér af áfalli, alveg sama hversu sár eða langvarandi þjáningin var. Hvernig bætir þú þér upp öll árin sem þú, ef til vill, álasaðir þér og finnst þú hafa kastað á glæ öllu því besta og fallegasta sem þú áttir innra með þér?…
Hamingjusöm bernska
„Það er ekkert til sem heitir fullkomin æska, hana hefur enginn átt. Fortíð okkar er saga sem við segjum á margvíslegan hátt. Við töpum aldrei barnslegum augum okkar og hæfileika til að þroskast. Það er reyndar þannig að þegar við afneitum forvitni okkar og þrá eftir að vaxa og læra að við verðum að vandamálum…
Hefur þú tekið eftir því hvað það er gaman að hugsa góðar hugsanir?
Indæla sál! Hefur þú tekið eftir því hvað það er gaman að hugsa góðar hugsanir? Hvers vegna endurhugsum við þá erfiðleika og áföll aftur og aftur í huganum og erum föst í fangelsi hugans? Það hjálpar ekki að hugsa enn meira til þess að læknast. Það er ekki hægt að lækna erfiða hugsun með enn…
Langar þig að hætta að endurspila áföllin í huganum?
Langar þig að hætta að endurspila áföllin í huganum? Þá skiptir höfuðmáli að gera sér grein fyrir því sem gæti hindrað bata þinn. Án þess að skilja hvað hefur gerst við áföllin sem þú hefur gengið í gegn um getur verið erfitt að ná bata. Af hverju?? Svarið er að áföllin lifa í líkama þínum.…
Innri sannleikur
Elsku þú! Innri kraftur og reynsla tilveru þinnar er ekki háður öðrum eða einhverju sem stendur utan við þig. Það ert þú sem hefur vald yfir hver þú ert. Hverjar eru takmarkanir þínar og hver er sannleikur þinn? Hvað skiptir máli fyrir þig? Hvað segir þín innri þörf þér að gera eða upplifa? Það er…
Hættum að þóknast öðrum og láta vaða yfir okkur
Elsku þú! Það er margt yndislegt fólk sem gefur og gefur. Oft, þangað að það veldur innri kvöl. Við höfum stundum lært að þannig eigi maður að koma fram við aðra: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig“. En það er til fólk sem notfærir sér gæsku annarra…
Innra frelsi
Stærsta áskorun Sálarró.is er að hjálpa þér til að fría þig frá sársauka, fangelsi þjáningarinnar og leita frelsis innra með þér. Þá getur þú lifað því góða lífi sem þú fæddist til að lifa. Aldrei hafa verið eins mörg tækifæri til þess að vaxa í átt til ljóssins og kærleikans. Hjá okkur getur þú á…
Að sleppa takinu
Elsku þú! Stundum getur erfið reynsla tekið sér bólfestu í líkamanum. Mannleg reynsla hefur verið full af áföllum frá upphafi tilveru okkar og einkennst af óöryggi, voðaverkum, ótta, missi og sársauka. En tilfinnigalegur hæfileiki okkar býr líka yfir friði, ró, öryggi, valdeflingu og ákveðni. Ástandi þitt í dag hefur ekkert að gera með hvað þú…
Að læknast
Eina leiðin til að læknast er að sleppa takinu Lykillinn að lækningu við áföllum og streitu er bæði ákaflega einfaldur og gríðarlega flókinn. Það er aðeins ein leið til að öðlast frelsi og það er að sleppa takinu. Þú gætir hugsað, AUÐVELDARA SAGT EN GERT! Baráttan felst í því að skilja við það sem ekki…
Þráir þú betri líðan?
Hæ elsku þú! Þjakar þig þjáning og þú þráir betri líðan? Þú gætir óskað þess að baráttan væri liðin tíð, kannski að einhver hefði fjarlægt óttann, sársaukann, þunglyndið og kvölina. En þannig virkar það ekki. Það er undir þér komið að taka þá ákvörðun að vinna þig frá þjáningunni, í átt að vellíðan og hagsæld…