Hefur þú mætt tóminu hið innra?

Hefur þú mætt tóminu hið innra?

Elskulega sál….

Hefur þú mætt tóminu hið innra?

Hefur þú upplifað að það sé eins og að einhverju í lífi þínu sé lokið og að eitthvað annað sé í þann mund að taka við? Líkt og hurð sé að falla að stöfum, þú stendur fyrir framan nokkrar hurðir og veist ekki hverjar þeirra muni opnast þér. Þá upplifir þú þig, ef til vill, á einhverjum stað þar sem ekkert er. Þú ert í tóminu.

Tómið getur verið svartnætti eða það getur verið tækifæri til að skapa sér hið besta líf. Allt eftir því hvernig þú bregst við.

Til að nýta sér tækifæri þess að dvelja í tóminu er gott að þar ríki friður. Að allt sé í jafnvægi frá hvirfli og niður í tær. Allt flæði í þægilegu flæði innra með þér og í tengslum þínum við umhverfi þitt. Þá er tómið stund kraftaverka í lífi þínu.

Þá er gott að hugsa sér að næringin komi úr frjóum jarðvegi þínum og að ljós þitt komi að ofan, hnígi niður og sveipi allt mildri birtu. Ljósið og næringin sameinast og skapa þitt ævintýri.

Þú getur jarðtengt þig. Staðir í báðar fætur, vel plantaðar á jörðinni, hendur á mjöðmum, brjóstið fram, sem er staða hugrekkis. Síðan getur þú stappað fótunum niður til skiptis. Þú getur haft ásetning í huga svo sem: „Ég áset mér að finna jafnvægi í lífi mínu, að ná góðri líðan og heilsu og ég treysti því að mér opnist hin besta leið. Ég dvel í augnablikinu og treysti“.

Mundu að hugleiðsla breytir heila og taugakerfi og færir allt í meira jafnvægi.