Fallega sál…. Í amstri og erli dagsins getur verið hjálplegt fyrir þig að eiga stutta dáleiðsluaðferð til að slaka á. Dragðu djúpt inn andann og byrjaðu á að anda inn í magann, síðan brjóstið. Andaðu rólega frá þér út um brjóstið og niður í magann. Dragðu aftur djúpt andann og andaðu rólega frá þér og…
Year: 2022
Langar þig að njóta hamingju?
Elskulega sál…. Langar þig að njóta hamingju? Nú nálgast jólahátíðin, sú hátíð þegar þig langar til að gleðja aðra og njóta hamingju sjálf(ur). Hver er galdurinn við hamingjuna? Hvað segja andlegir meistarar? Hafðu í huga að ekki er auðvelt að tileinka sér þessar leiðbeiningar og að það þarf að þjálfa sig, kannski alla ævi. Þetta…
Hefur þú mætt tóminu hið innra?
Elskulega sál…. Hefur þú mætt tóminu hið innra? Hefur þú upplifað að það sé eins og að einhverju í lífi þínu sé lokið og að eitthvað annað sé í þann mund að taka við? Líkt og hurð sé að falla að stöfum, þú stendur fyrir framan nokkrar hurðir og veist ekki hverjar þeirra muni opnast…
Leyfðu sársaukanum að líða frá þér!
Elskulega sál… Leyfðu sársaukanum að líða frá þér. Skapaðu þannig rými fyrir kyrrð og ró innra með þér. Leyfðu þér að verða ein(n) með öllu sem er. Sársauki þinn er orka. Leyfðu bylgjum orkunnar að flæða um þig og sársaukanum að líða frá þér eins og þú sjáir hann berast burt í dásamlegu fljóti lífsorku…
Af hverju þjáist þú?
Elsku sál…. Af hverju þjáist þú? Allir menn þjást, slík er tilvega mannsins á plánetu jörð. Buddha kenndi fjögur göfug sannindi: Þjáning eða ófullnægja (Dukkha) er andleg kvöl mannsins. Ef þú festir þig við eða hengir þig á eitthvað og getur ekki sleppt takinu veldur það þér andlegri kvöl. Uppspretta þjáningarinnar. Það skiptir sköpum hvernig…
Ert þú einmana?
Kæra sál… Ert þú einmana? Ef þú ert einmana sendi ég þér mína dýpstu samúð. Hvernig áttu að vera í heiminum og trúa á hann? Leyfðu sál þinni og líkama að tala til þín. Þú ert að læra allt lífið og það breytir heila þínum og taugakerfi. Þú ert hluti af heiminum og af öllu…
Vertu þinn besti vinur!
Elsku þú…. Vertu þinn besti vinur Leggðu áherslu á mildi og skilning gagnvart sjálfum þér og forðastu að gagnrýna þig eða dæma. Það skiptir heilsu þína miklu máli að þú hlúir að hæfileika þínum til þess að finna hlýju í eigin garð. Horfðu á sjálfa(n) þig með gleraugum fyrirgefningarinnar. Þú ert alltaf hluti af stærra…
Þakklæti eykur hamingju þína!
Elsku þú…. Þakklæti eykur hamingju þína! Ef þú tileinkar þér hugarfar þakklætis verður þú hamingjusamari, líður betur andlega, verður síður þunglynd(ur), finnur síður fyrir streitu, hefur færri líkamleg einkenni, minni líkamlegan sársauka og færð sterkara ónæmiskerfi. Kostir þess að vera þakklát(ur) eru óendanlegir. Þú getur verið þakklát(ur) líkama þínum sem gerir allt til þess að…
Tilfinning þakklætis tengir þig líðandi stund
Elsku sál…. Tilfinning þakklætis tengir þig líðandi stund. Sú stund er sú dýrmætasta. Þar felst hið eina sanna augnablik. Fortíðin er að baki og framtíðin ekki komin þannig að ekkert er til nema augnablikið sem þú ert staddur(stödd) í núna. Þú getur þjálfað þig í að beina athyglinni að því smáa og einfalda…
Hvað þýðir það að vera þakklát(ur)?
Elsku þú….. Hvað þýðir það að vera þakklát(ur)? Þakklæti þýðir ekki að þú lætur eins og allt sé gott og afneitar því sem aflaga fer. Ástundun þakklætis þýðir að þú velur að beina athyglinni að því sem þú kannt að meta. Það er lykillinn að þakklæti og farsælli líðan þinni. Vellíðan þín byggist meira á…
Taktu völdin í lífi þínu í eigin hendur
Elsku sál…. Hluti af því að endurskilgreina sjálfan sig er eins og að koma heim til sín. Í stað þess að upplifa að aðrir ráða för byrjar þú að skilja að það ert þú og þinn innri kjarni sem þarf að vera hreyfiaflið í þínu lífi. Það þýðir ekki að þú getir ekki aðlagast, þjónað…
Þín frumskylda er að vernda sjálfa(n) þig
Elsku þú… Þín frumskylda er að vernda sjálfa(n) þig. Láttu þig ekki dreyma um að þú getir gert aðra hamingjusama. Þú getur það ekki, það er ekki þitt hlutverk því það ber hver og einn ábyrgð á sér eins og þú berð ábyrgð á þér. Ef þú elskar friðinn og hatar ágreining er hætta á…
Hverjar eru óskir þínar og þarfir?
Elsku þú…. Hverjar eru óskir þínar og þarfir? Hikar þú þegar þú þarft að láta þarfir þínar og óskir í ljós? Það er eðlilegt vegna þess að menning samfélagsins segir okkur oft að bæla okkur til þess að þóknast öðrum eða að setja aðra í forgang. Að það sé dyggð. Berðu virðingu fyrir hikinu því…
Gefðu aldrei frá þér þitt innra afl og vald!
Kæra sál! Gefðu aldrei frá þér þitt innra afl og vald! Af hverju? Af því að þú gætir auðveldlega lent í því að einhver vill notfæra sér það. Þú gætir verið þessi yndislega manneskja sem er góðhjörtuð(aður), hefur mikið til að bera, ert ábyrgðarfull(ur), næm(ur) fyrir tilfinningum annarra, vilt hjálpa og átt erfitt með að…
Vilt þú losna við sársauka fortíðarinnar?
Við eigum í miklun erfiðleikum með að fyrirgefa á sama tíma og þörfin fyrir fyrirgefningu er mikil. Ricoeur telur erfiðleika okkar tengist því að við eigum í vandræðum með að sjá fortíðina sem fortíð og við höfum tilhneigingu til þess að gleyma því góða sem gerðist, þrátt fyrir allt. Viðhorf okkar til réttlætis er of…
Vertu trúr sjálfum þér
Elsku þú… Vertu trúr sjálfum þér.. Hefur þú hugsað út í að þú býrð í samfélagi sem einkennist af miklu álagi. Þekking hefur orðið sífellt aðgengilegri. Þú þarft ekki annað en að ýta á takka og þekkingin er þín. Upplýsingar eru hvarvetna tiltækar, bæði um menn og málefni. Þetta felur í sér völd…
Vissir þú að öndun þín er lykill að góðri heilsu?
Elsku þú… Líkami þinn er bústaður þinn á þessari jörð. „Musteri sálarinnar“ segja margir. Hugsaður vel um hann og varðveittu heilsu þína eins vel og þú getur. Hefur þú heyrt að það sé bara að slaka á og hætta að hafa þessar áhyggjur. Þetta sé allt í hausnum á þér. Það væri ágætt ef málið…
Náttúran er þinn griðarstaður
Elsku þú…. Þú ert hluti af náttúrunni…. Rætur þínar liggja í náttúrunni….. Þú getur tekist á við öldur lífs þíns á sama hátt og hafið af því þú ert hluti af náttúrunni. … Alveg eins og náttúran hefur þú upplifað ljúfa og kraftmikla daga…. Þú veist líka að slíkir dagar koma og fara….. Það sem…
Þín eilífðarnáð
Elsku þú… Þú getur hugsað þér að almættið sjálft blessi sál þína með þessari bæn. Þína fallegu sál í hrjáðum en samt yndislegum heimi. Þú getur hjálpað heilsunni þinni með því að kyrja þessa bæn á morgnana áður en þú ferð út í daginn. Þessa heilandi bæn má finna á ensku með laglínu undir heitinu…
Ögranir lífs þíns geta orðið blessun þín vegna þess þroska sem verður í kjölfar þeirra
Það getur verið að þú hafir ekki hugmynd um það hveru mikla blessun lífsins straumar geta borið í kjölfar mikilla erfiðleika. Þú getur neyðst til að endurskoða líf þitt. Þú getur þurft að þjálfa þig í að lifa hér og nú og aftengja þig því að ná ákveðinni niðurstöðu eða árangri. Þú getur þurft að…