Ert þú einmana?

Ert þú einmana?

Kæra sál…

Ert þú einmana?

Ef þú ert einmana sendi ég þér mína dýpstu samúð.

Hvernig áttu að vera í heiminum og trúa á hann? Leyfðu sál þinni og líkama að tala til þín. Þú ert að læra allt lífið og það breytir heila þínum og taugakerfi. Þú ert hluti af heiminum og af öllu sem er. Það eru tengsl milli þín og alls sem er. Þú ert tengd(ur) öllum mönnum.

Þú ert aldrei ein(n).

Fegurðin er allt um kring. Líttu á náttúruna og fegurð hennar. Þú ert hluti af náttúrunni og fegurðin er því líka innra með þér. Leyfðu fegurðinni að flæða gegn um líkama þinn og finndu þitt jafnvægi. Þú getur spurt þig.

  1. Hver er ég?
  2. Hvaðan kem ég?
  3. Hvar er ég núna? Hvað dreymir mig um núna?
  4. Hvert er ég að fara? Hvaða gjafir vil ég gefa á leið minni?

Svörin við þessum spurningum er síbreytileg eins og líf þitt. Taktu eitt skref í einu og finndu þitt jafnvægi. Treystu, allt mun koma til þín.