Tilfinning þakklætis tengir þig líðandi stund

Tilfinning þakklætis tengir þig líðandi stund
Elsku sál….
 
Tilfinning þakklætis tengir þig líðandi stund. Sú stund er sú dýrmætasta. Þar felst hið eina sanna augnablik.
Fortíðin er að baki og framtíðin ekki komin þannig að ekkert er til nema augnablikið sem þú ert staddur(stödd) í núna.
 
Þú getur þjálfað þig í að beina athyglinni að því smáa og einfalda sem er hér og nú. Söng fuglsins fyrir utan gluggann þinn, hlýju sólarinnar á húð þinni, mildi regnsins sem vökvar allt og hreinsar, ástríka rödd þína þegar þú mælir þessi orð fyrst á morgnana við þig: „ég elska þig“.
 
Líf þitt er fullt af þakklæti þegar þú beinir athyglinni í farveg þess. Þakklætið getur verið lykillinn að góðri líkamlegri og andlegri heilsu þinni.
 
Gefðu þakklætinu tækifæri, þú getur það!